fbpx

Edda Arndal, MA

Geðhjúkrunar- fjölskyldu- og sálmeðferðarfræðingur Psychotherapist-marriage and family therapist.

Lífstíll og heilsa

Ráðbjöf byggir á almennri heilbrigðisfræðslu og einnig á sértækri meðferðarnálgun “SHINE” sem þróuðuð er af: The Annapolis Chronic Fatigue and Fibromyalgia Research Center/Dr. Teitelbaum. (sjá nánar: http://www.endfatigue.com) og miðar að  því að einstaklingar skilji eðli sjúkdómsins og kunni leiðir til að halda einkennum niðri.  Markmiðið er að öðlast bestu mögulegu heilsu með því að minnka einkenni eins og hægt er og jafnvel ná fullum bata með tímanum.

Vandinn er skoðaður út frá einkennum, áhrifum á daglegt líf, andlega líðan, fjölskyldu og vinnugetu.  Farið er vel ofan í mataræðið, svefnmynstur og hreyfingu.  Í flestum tilfellum er búið að gera nauðsynlegar rannsóknir sem staðfesta að um þennan sjúkdóm sé að ræða.  Ef ekki, er nauðsynlegt að útiloka aðra sjúkdóma áður en hægt er að hefja ráðgjöf.  Ef þörf er á sértækri meðferð samhliða ráðgjöf er vísað á aðra meðferðaraðila svo sem sérfræðilækna, sálfræðinga, geðlækna eða sjúkraþjálfara.

Ráðgjöf er uppsetning lífstílsáætlunar sem miðar að því að bæta: Svefn, andlega og líkamlega líðan, mataræði og líkamsþjálfun.

Mataræði spilar stóran þátt i ráðgjöf vegna síþreytu og vefjagigtar, en mataræði hefur verið notað til að bæta heilsu og minnka óþægindi af völdum sjúkdóma frá örófi alda.  Í raun voru matartegundir og jurtir úr náttúrunni fyrstu lyfin. Áherslan er hér á “heila” eða óunna fæðu og “hreinan” eða ómengaðan mat, hreinsandi ávaxta og grænmetissafa, örugga og milda hreinsikúra og  uppbyggjandi og nærandi mataræði.

Algengt er að benda á náttúrumeðöl í ráðgjöf vegna  síþreytu og vefjagiktar.  þá sérstaklega þau sem efla ónæmiskerfið, hressa upp á þarmaflóru og  bæta svefn.  Oft notast náttúrumeðöl jafnhliða lyfseðilsskyldum lyfjum og er þá nauðsynlegt að þekkja hverju má blanda saman og hverju ekki.