fbpx

Edda Arndal, MA

Geðhjúkrunar- fjölskyldu- og sálmeðferðarfræðingur Psychotherapist-marriage and family therapist.

um síþreytu og vefjagigt

Síþreyta og vefjagigt eru sjúkdómar sem einkennast af margþættum vanda, en óyfirstíganleg þreyta er þar í forgrunni.  þreytan veldur því að það er til staðar verulega skert geta til að sinna athöfnum daglegs lífs.  Síþreytu/vefjagikt fylgir svefnröskun.  Skortur á fullnæjandi nætursvefni veldur frekari þreytu, verkjum og orkuleysi.

Síþreyta/vefjagigt geta þróast skyndilega eða smám saman.  þekkt er að sjúkdómurinn geti birt sig skyndilega í  kjölfar vírussýkingar , þá oftar í kjölfar  flensu.  þá upplifir fólk að það veikist af flensunni og nái sér ekki aftur.  Annað dæmi um skyndilega þróun sjúkdómsins er í kjölfar áfalls.  Sjúkdómurinn getur þróast smám saman í kjölfar langvarandi líkamlegs og/eða andlegs álags.  það getur til dæmis verið í kjölfar óhóflegar vinnu eða  vegna mikillar og langvarandi streitu af öðrum orsökum.

Hér er fallað um síþreytu og vefjagigt sem einn og sama gigtarsjúkdóminn. Þess ber að geta að sjúkdómurinn birtir sig í sumum tilfellum í þreytu eingöngu á meðan aðrir finna einungis fyrir verkum og vöðvabólgu.  Í umræðunni hefur einnig komið fram sú tilgáta að vefjagikt sé hærra stig af sjúkdómnum síþreytu og komi fram þegar sjúkdómurinn er kominn á hærra stig.

Í öllu falli eru einkenni síþreytu og vefjagigtar margvígsleg og greining sjúkdómsins talin fremur vandmeðfarin þar sem sömu einkenni koma fyrir í öðrum sjúkdómum.   Mismunagreiningar eru því hluti af greiningarferlinu.

Miðað er við að einstaklingur skuli hafa 5 af eftirfarandi einkennum til að uppfylla greiningarviðmið fyrir sjúkdóminn:

svefntruflanir
bein og vöðvaverkir
gleymska og minnistruflanir
þokukennd hugsun
aukinn þorsti sem minnkar ekki við aukna vökvainntekt
meltingartruflanir
endurteknar sýkingar
mikil þreyta við litla áreynslu
þyngdaraukning
minnkuð kynhvöt

Sjúkdómnum fylgja vöðvaverkir (eins og í flensu), stundum allstaðar í líkamanum og stundum á afmörkuðum svæðum.  Stundum færast verkirnir til og stundum eru þeir staðbundnir.  Vefjagiktarverkir tengjast á þessu stigi króniskri vöðvabólgu.  það er ekki orðum aukið að þegar fólk nær aldrei djúpri slökun í svefni ná  þreyttir og aumir vöðvar ekki að hvílast.  Svefntruflanir viðhalda þannig ástandinu.  Ekki er hægt að komast lönd né strönd í bataferlinu nema svefninn sé kominn í lag, því þarf að byrja á því að meðhöndla svefntruflanir.  Næringarríkt fæði er grundvallarþáttur  í almennri uppbyggingu líkamans og þess heldur sé langvinn vöðvabólga til staðar.  það er því grundvallaratriði að miða fæðuval að ástandi líkamans og að stuðla að því að frásogun næringarefna í meltingarvegi sé sem best.